pasta
Brauð og kökur
pasta með heimagerðu hvítlauksbrauði
Efni:
pasta
hvítlauksolia
grænmeti að eigin vali (má líka vera frosin blanda)
rauðlaukur
3-4 sneiðar skinka
2 grænmetisteningar
1 bolli vatn
1 bolli rjómi eða mjólk
salt og pipar
Meðhöndlun
Sjóðið pastað.Skerið grænmetið og skinkuna og steikið á pönnu. sjóðið vatn í potti og setið grænmetiskraft út í, rjóminn er settur í þegar síður,sósan er þykkt með bollu (hveiti og oliu). Pastað hellt út í grænmetið og síðan sósan, smá dropi af hvítlauksoliu og síðast salt og pipar eftir smekk. Látið krauma smá stund (passa að ekki brenni við.)
Hvítlauksbrauðið er .
heimabakað brauð skorið í sneiðar, á sneiðarnar er sett smá smjör síðan ostur og þar næst er sett hvítlauksolia. Sett í grill eða ofn þar til það er aðeins farið að dökna. Líka má nota venjulegt keypt brauð en það er ekki eins gott
Sendandi: Dísa <rsg@tsh.is> (22/03/2000)