róna réttur

Pizzur og pasta

skelfilega gott pasta sem er í stöðugri þróun

Efni:
pylsur
spagettí
bakaðar baunir ( mikið af þeim)
paprikka
sveppir
ananas
og bara það sem ykkur dettur í hug
einnig er mjög gott að setja bréf af ostasósu saman við

Meðhöndlun
sjóðið spagettí og á meðan er gott að skera niður pylsurnar í temmilega bita.
steikið pylsurnar á pönnu eða bara í góðum potti.
skellið paprikkunni,sveppunum,ananasnum og bökuðu baununum á pönnuna þegar að
pylsurnar eru steiktar.
látið malla í smá stund og hrúgið spagettíinu útí.
það er rosalega gott að setja ost yfir í lokin og láta hann bráðna.
berist fram með hvítlauks brauði og einhverju góðu að drekka (kaldur bjór klikkar ekki)

Sendandi: birna og baldur <baldurp@stik.is> (02/04/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi