Pizzabotn frá Ísafirði

Pizzur og pasta

Mjög bragðgóður, og með stökkum brúnum.

Efni:
4 bollar hveiti
1 tsk. sykur
1 tsk. salt
1 msk. þurrger
1 msk. matarolía
1 bolli volgt vatn

Meðhöndlun
Allt sett saman í skál.
Hrært saman lítillega, látið lyfta sér í volgu vatni með klút yfir í 20-30 mín.
Flatt út og raðað girnilegu gumsi á og bakað þar til pizzan er orðin
falleg á litinn (ca. 15-20 mín.)
Þetta dugar á eina bökunarplötu.

Sendandi: Addý <addgys@visir.is> (24/04/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi