Hjónasæla

Brauð og kökur

Hjónasæla

Efni:
10-11 dl haframjöl
2 dl hveitiklíð
6 dl hveiti
3 dl sykur
1 msk natrón

350-400 gr akra smjörlíki(brætt)
1 1/2 dl heitt vatn
2 tsk vanilludropar

Meðhöndlun
Öllum hráefnum blandað saman í skál og hrært saman.
Smjörlíki, vatni og vanilludropum blandað saman í þessari röð og hrært saman.
Ca.3/4 af deiginu sett í smurða ofnskúffu.
Rababarasultu smurt yfir.
Afgangur af deiginu mulinn yfir.
Hægt er að strá sesamfræjum og hnetuflögum yfir að lokum.

Bakað við 175-200 gráður í u.þ.b. 40-45 mín.

Sendandi: Nafnlaus (15/05/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi