Special K

Brauð og kökur

Sjúklegir nammi-bitar með kornflexi, hrískúlum, súkkulaði o.fl. Mjög fljótlegt.

Efni:
1/2 dl sykur
2 dl ljóst síróp
2 dl salthnetur
340 g hnetusmjör (ekki með bitum)
8 dl Special K kornflex
2 dl gróft kókosmjöl
120 g hrískúlur frá Freyju (má sleppa)
150 g suðusúkkulaði
150 g rjómasúkkulaði

Meðhöndlun
Sykur og síróp sett í pott og soðið í 15-20 mínútur. Salthnetum (ósaxaðar) og hnetusmjöri bætt út í pottinn að þeim tíma liðnum.

Í stóra skál :
Special K, kókosmjöl og hrískúlur. Innihaldi pottsins hellt yfir í skálina og blandað með sleif. Sett í ofnskúffu og þrýst.

Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og sett yfir.

Kælt í ísskáp í ca 3 klst. Skorið í bita.

Sendandi: Sigríður Björk Gunnarsdóttir <siggabjork@hotmail.com> (05/06/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi