Súkkulaðioghnetusmákökur

Brauð og kökur

góðar kökur fyrir börn, unglinga, fullorðna, ellilífeyrisþega, háskólanemana, löggur sem láta sér ekki nægja kleinuhringi, tölvunördin og netsjúklingana, kennarana, krakkana sem féllu í samrændu og hina sem féllu ekki í samrændu...bara góðar kökur fyrir alla frá öllum!!!

Efni:
2 1/4 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 bolli mjúkt smjörlíki
3/4 bolli hvítur sykur
3/4 bolli púðursykur
1 tsk vanniludropar
2 egg
1 bolli saxaðar hnetur
2 bollar súkkulaðibitar (hvernig sem er...)

Meðhöndlun
Forhitið ofninn í 175 gráður, blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í litla skál. Blandið svo í aðra stóra skál smjörlíkinu, sykrinum, púðursykrinum, og vanilludropunum. Því næst koma eggin, eitt í einu, og hrærið vel saman. Þá er að bæta úr hveitiblöndunni úr litlu skálinni yfir í stóru skálina, og síðast koma súkkulaðibitarnir og hneturnar.

Gerið kökurnar hringlaga með hjálp teskeiðar og raðið á bökunarplötuna. Bakið þar til kökurnar verða fallega brúnar og bíðið svo í ca 10 mín eftir að þær verða kaldar....þá er bara að smakka á þeim :)

Sendandi: Maggilíus <margret84@yahoo.com> (09/08/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi