Camembert pasta

Pizzur og pasta

Þykkt og bragðgott pasta!

Efni:
2 paprikur
1 laukur
1 rauðlaukur
3 hvítlauksrif
2-3 gulrætur

sósa!
½ camembert
1 peli rjómi
1 dós tómatpure
1½ dl tómatsósa

Meðhöndlun
Allt grænmetið þvegið, saxað smátt og steikt á pönnu! Síðan þegar það er orðið vel steikt þá er það sett í pott! Síðan er osturinn bræddur á pönnunni sem grænmetið var steikt á (ekki þvo hana á milli) Rjóminn setur út í bræddan ostinn síðan tómatpuran og tómatsósan sett út í ásamt grænmetinu og soðnu pasta!!

Borðað með hvítlauksbrauði og fersku salati.

Sendandi: Karl Þórður Indriðason <kalli17@mi.is> (22/08/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi