Nammigott

Óskilgreindar uppskriftir

Óskaplega góður óskilgreindur réttur

Efni:
Bland í poka fyrir 300 kall
1 kókosbolla (Sona eins og í SPK)
ógrynni af snikkers og mars
Súkkulaðivanilluís
1 flaska Tabascósósa
4 kg matarlím

Meðhöndlun
Kreistið allt jukkið nema matarlímið saman í höndunum þar til allt er komið í einn hrærigraut, bætið þá matarlíminu ofan í, þegar því er lokið er allt sett í frysi til næstu áramóta (Óháð því hvað er langt þangað til).
Þá á þetta að bragðast (vel).

Sendandi: Jens Þ. (Á fullt af góðum uppsk.) <thordurh@rhi.hi.is> (14/01/1996)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi