Marskaka
Brauð og kökur
Marsterta
Efni:
2. botnar
3. eggjahvítur
1 dl sykur
1 dl púðursykur
1/2 tsk lyftiduft
2 bollar Rice Crispies
Krem:
3 Eggjarauður
2 msk sykur
2 Mars súkkulaðistykki
60 gr smjörvi (ekki smjörlíki)
1 peli þeyttur rjómi
Meðhöndlun
Sykur (lítið í einu) þeyttur samban við eggjahvítur
Lyftiduft og Rice Crispies hrært saman með sleif.
Búnir til 2 botnar á bökunarpappír neðst í ofni við
150° í 80 mín
Kremið:
Eggjarauður og sykur þeytt vel.
Mars súkkulaði og smjör brætt saman í potti og kælt,
hrært síðan saman við eggjarauðurnar.
Sett saman.
Botn helmingur af marskreminu, 1 peli þeyttur rjómi.
Hinn botninn fer ofan á og afgangurinn af marskreminu
sett yfir og látið leka niður með hliðum kökunnar.
Í staðinn fyrir Mars mætti nota snickers
Verði ykkur að góðu
Sendandi: Edda Þorsteinsdóttir <edda@hugur.is> (15/11/2000)