Mousaka

Kjötréttir

Vinsæll Grískur Réttur

Efni:
1 Kg Eggaldin
½ Kg Kartöflur
½ Kg Kjöthakk
1 Lítil dós afhýddir tómatar
1/3 Tebolli Olía
2 Niðursaxaðir laukar
1 Lárviðarlauk
1 Rif af hvítlauk
1-1/2 Tebolli rifin ostur
Olía til steikingar
Salt, Pipar

HVÍT SÓSA
1 Tebolli Smjör
1 Tebolli Hveiti
4 Tebollar köld mjólk
2 Egg
Salt, Pipar, Nutmeg


Meðhöndlun
Þvoið og skerið niður eggaldin, afhýðið og skerið kartöflurnar niður í þunnar sneiðar. Steikið Eggaldin og Kartöflurnar í olíunni.
Í annari pönnu, brúnið laukin og hvítlaukin, bætið kjöthakkinu út í og brúnið vel í 10 mínútur og hrærið í allan tíman. Bætið við tómötunum, salti og pipar, lækkið hitan og kælið í 30 mínútur.
Setjið botnlag af steiktum kartöflunum í stórt smurt eldfast mót. Hellið helmingnum af kjötmixtúrunni yfir kartöflurnar og setjið rifna ostin yfir.
Setjið lag með restinni af kartöflunum og allan eggaldin og hinn helminginn af kjötmixtúrunni þar ofan á.
Útbúið hvítu sósuna sem hér eftir fer.
Bræðið smörið í pott, bætið við hveitinu og hrærið stanslaust í 5 mínútur, bætið síðan mjólkinni smátt og smátt út í og haldið áfram að hræra þar til að sósan sýður.
Takið pottin af hitanum. Bætið við salti, pipar og nutmeg. Hrærið 2 egg, bætið svo út í sósuna og hrærið vel saman.
Hellið hvítu sósunni yfir Moussaka og bakið í um það bil 40 mínútur eða þar til að skorpan er orðin vel brúnuð. Bíðið í að minsta kosti 15 mínútur áður en að þið skerið niður. Berið fram með Grísku Saladi.


Sendandi: Kolla <Kolla_g@hotmail.com> (29/11/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi