Pastasalat með jógúrtsósu

Pizzur og pasta

Ferskt og gott pastasalat sem er gott að eiga inn í ísskáp.

Efni:
1.pk. tortelini með kjötfyllingu (eða/og pastaskrúfur)
kínakál
agúrka
tómatar
paprika
ananas


SÓSA:
1.dós (tæplega) ávaxtajógúrt
1.dl. (ca.) mayones
tandoori, karrý og mango chutney eftir smekk

Meðhöndlun
Sjóðið pastað og skerið niður grænmetið.
Hellið soðnu pastanu í sigti og látið kalt vatn renna yfir það.
Setjið grænmetið í stóra skál og setjið pastað saman við.

SÓSA: Setjið mayonesið í skál og hrærið vel í, setjið útí jógúrtið og hrærið vel.
Kryddið eftir smekk.

Sendandi: Halldóra <halldora@vortex.is> (06/02/1996)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi