Marsipanvínarbrauð

Brauð og kökur

Geðveikt góð vínarbrauð sem mamma gerði alltaf fyrir jólin. Ef ykkur finnst kransakaka góð bætið þið þessari uppsrift í safnið!

Efni:
Deig: 400gr.smjör, 2dl. sykur, 1kg. hveiti, 2 egg, 1tsk. möndludropar
Fylling: 600gr. marsipan, 2dl. apríkósumarmelaði (ég set yfirleitt eina krukku), smá vatn

Meðhöndlun
Öllu innihaldi deigsins gluðað saman í matvinnsluvél og hrært í kúlu. Marsipanið er raspað gróft niður. Svo er öllu innihaldi fyllingar gluðað saman. Degið er geymt svolítið í kæli áður en það er flatt út því þá verður það stinnara (t.d. bara á meðan verið er að gera fyllinguna). Degið er flatt út í c.a. 10 cm breiðar lengjur, fyllingunni smurt þykkt eftir endilangri miðju deigsins og svo brotið inn á. Gott er að nota einhvern spaða til að fletta deginu upp á fyllinguna. Það skiptir engu þó þetta líti ekki 100% út fyrir bakstur (eins og eitthvað keypt úr Björnsbakarí, frekar eins og eitthvað sem hefði mistekist í Björnsbakaríi og yrði hent. Það skiptir engu því eftir bakstur þá sést það ekki. Ég segi þetta því að degið er svolítið dyntótt en þetta er vel þess virði

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (17/12/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi