Engiferkökur

Smákökur og konfekt

Þetta eru einu kökurnar sem Siggi minn biður mig að gera fyrir jólin því mamma hans gerði þær alltaf; engar engiferkökur, engin jól segir Siggi.

Efni:
800 gr. hveiti,
400 gr smjörlíki,
2 bollar sykur,
1/2 kanna sýróp (t.d. eins og maður drekkur kaffi úr í HÍ, ca 300 gr),
2 kúfaðar tsk matarsódi,
2 kúfaðar tsk kanill,
2 kúfaðar tsk negull,
2 kúfaðar tsk malað engifer,
2 egg

Meðhöndlun
Allt sett í hrærivél og hrært í deig. Litlum kúlum raðað á bakaraplötu (size of an eye ball). Bakað í 8-10 mín. við 180 gráður

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (17/12/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi