Ofnbakaðar nautalundir

Kjötréttir

Hrikalega auðvelt og syndsamlega gott. Maður kann sér ekki hóf!!!

Efni:
Nautalundir (ca.300 gr á mann)
salt
pipar
rósmarín
Dijon sinnep

Meðhöndlun
Nautalundirnar eru heilsteiktar á pönnu, kryddaðar með salti, pipar og rósmarín. Svo smurðar með Dijon sinnepi og bakaðar inn í ofni eins og maður vill hafa kjötið (bara skorið í og bakað meira ef mjög blóðugt). Með þessu má bera fram krókettur eða bakaðar kartöflur eða franskar og smjörsteikt grænmeti og hrásalat og maiskorn og rauðvínssósu eða Oscar Bernaise sósu. Með þessu er mælt með rauðvíni sem heitir "Brunello di Montalcino" frá Villa Banfi Toscana. Það er dýrt svo í staðinn er hægt að kaupa t.d. "Gran Coronas" frá Torres.

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (30/12/2000)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi