Kjúklingaréttur

Kjötréttir

Efni:
Heill kjúklingur
1. dós Grænn aspas í dós
1. bolli sýrður rjómi
1. teningur kjúklinga kraftur
1. bréf Sveppasósa
2. msk karrý
Ostur

Meðhöndlun
Sjóðið kjúklinginn og takið skinnið af og brytjið niður kjúklinginn. Sigtið safann frá aspasinum og setið í botninn á eldföstu móti og kjúklingurinn fer því nærst ofaná aspasinn og svo er gerð sveppasósa og út í hana er hrært sýrða rjómanum, karrí og kraftinum og þessu svo hellt yfir kjúklinginn og rifinn ostur sett ofaná og sett í 180 gráðu heitann ofn í u.þ.b 35 mín eða þar til osturinn er orðinn bráðinn.
Með þessum rétt er ómissandi að hafa hrísgrjón og kartöflur í dós.

Sendandi: Hildur María Gunnarsdóttir <gps@xnet.is> (08/01/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi