Hvítlaukspizza
Pizzur og pasta
Æðislegt hvítlauksbrauð sem er gott með öllum mat og krökkunum finnst það frábært.
Efni:
Deig:1 bolli vatn
1 egg
1 tsk salt
2 msk sykur
3 bollar hveiti
3 msk þurrmjólk
1 1/2 tsk þurrger
Hafið vatnið vel heitt og blandið öllu saman , hnoðið og látið lyfta sér í klukkutíma fletjið deigið þunnt út (það fást tvær pizzur út úr deiginu) pikkið með gaffli látið lyfta sér í smá stund á plötu.
Ofaná pizzuna fer hvítlauksolía, ostur og hvítlaukssalt er sett ofaná þegar búið er að baka pizzuna. Ég geri hvítlauksolíuna úr hvítlauksmauki og olíu, smyr henni ofaná deigið strái slatta af osti yfir og baka þetta ofarlega í ofni við 225° hita í nokkrar mínútur það þarf að fylgjast vel með að pizzan brenni ekki, þegar hún er tilbúin er hvítlaukssalti stráð yfir og pizzan er tilbúin á borðið.
Meðhöndlun
Sendandi: Katrín B. <olomars@li.is> (21/01/2001)