Paprikuostaídýfa

Óskilgreindar uppskriftir

Ídýfa/salat fyrir Ritzkex Stelpunum í saumó finnst þetta algjört æði

Efni:
1 dós sýrður rjómi (10%)
Tæplega 1 paprikuostur (ca. 3/4)(þessi harði, ekki smurostur)
Rauðlaukur (ca 1/4 ef hann er stór)annars bara smakka sig áfram

Meðhöndlun
Rauðlaukur skorinn mjög smátt (ég skelli honum í mixara).
Paprikuosturinn rifinn á rifjárni. Mér finnst reyndar betra að setja hann líka í mixara því hann límist svo við rifjárnið, algjört vesen. Þá setur maður sýrðan rjóma og ostinn, í bitum, í mixerinn og maukar þetta saman. Bætir svo smátt skornum rauðlauknum út í og blandað saman. Gott að kæla aðeins í ísskáp.
Borið fram með Ritzkexi.

Sendandi: Dæs (19/03/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi