Ódýrt pastasull
Pizzur og pasta
Bjargræði stúdentsins
Efni:
Pastaskrúfur (farfalle / Gnocchi / ... jú neim it)
Hverskyns grænmetisleifar (tómatar, agúrkur, sveppir, brokkólí, paprikur ...),
skorið smátt en þó ekki örsmátt
Svolítið vatn (eða mjólk), sósujafnari, ostur, laukur
Meðhöndlun
Sjóðið pastað (a child can do it).
Saxið laukinn og skerið smátt, glærið hann (steikið'ann).
Setið mjólkina (vatnið) út á og hitið.
Bætið við smá osti (í föstu eða fljótandi formi) og jafnvel einhverju kryddi.
Hendið grænmetinu út í, í eftirfarandi röð:
tómatar, paprika, agúrkur, brokkólí, sveppir
Skutlið sósujafnara (Maizena) út í og hrærið þar til sullið er orðið hæfilega þykkt, dúndrið út á pastað, étið.
Sendandi: Harri Darri <harri@rhi.hi.is> (08/02/1996)