Ofnbakaður Camenbert brauðréttur
Brauð og kökur
Ljúffengur réttur við öll tækifæri
Efni:
6-7 fransbrauðsneiðar
1 græn papríka
1 rauð papríka
1 Camenbert ostur
1/2 til 1 skinkubréf
1 peli rjómi
Meðhöndlun
Hitið ofninn í 175-180 gráður.
Brytjið ostinn niður og setjið með rjómanum í pott og hitað við meðalhita (ekki sjóða).
Takið endana af brauðsneiðunum og dekkið botninn á ofnföstu fati með því.
Saxið papríkuna og skinkuna smátt og dreifið yfir brauðsneiðarnar.
Hellið svo rjóma/camenbert bráðinni yfir og bakið í ofninum í ca. 15-20 mínútur.
Sendandi: Inga Hrönn Árnadóttir <inga@hagstofa.is> (20/04/2001)