Tagilatelle með tómötum og basilíku
Pizzur og pasta
Góður og fljótlegur pastaréttur fyrir 4
Efni:
500 gr tagiatelle eða spaghettí
2 msk ólífuolía
2 dósir ítalskir tómatar, 400 gr. hvor.
Salt, svartur pipar úr kvörn
8 basilíkublöð
40-60 g nýrifinn parmaostur (má sleppa)
Meðhöndlun
Hitið olíuna. Bætið tómötunum við ásamt safanuum, og merjið þá í sundur með gaffli.
Látið sjóða duglega í 5 eða 10 mín, Bætið við salti og pipar eftir smekk og basílíkublöðunum í heilu lagi. Hrærið vel í.
Sjóðið pastað. Hellið sósunni út á pastað, blandið vel og berið réttinn fram.
(Heimild: Hundrað góðar pasta sósur)
Sendandi: Anna Soffía Gunnlaugsdóttir <annag@simi.is> (09/02/1996)