Ostakaka með kirsuberjahlaupi

Brauð og kökur

Mjög einföld og ljúffeng ostakaka, tekur aðeins 15 mín að búa til.

Efni:
1/2 dolla rjómaostur
2 dl flórsykur
1 peli rjómi (þeyttur)
1 pakki Frón hafrakex
1/3 dolla sólblómi
Kirsuberjasulta/hlaup (Den gammel dask)

Meðhöndlun
Best er að byrja á botninum, hafrakexið er mulið vel niður(í plastpoka með kökukefli virkar vel) og hrært saman við sólblómann. Þessu er síðan þrýst í botn á formi.

Rjómaosturinn og flórsykurinn er þeyttur saman. Síðan er þeytta rjómanum hrært varlega saman við með sleif. Að lokum er kirsuberjahlaupið sett ofaná eftir smekk.

Gott er að kæla kökuna áður en hún er borin fram.

Sendandi: Sigríður <sigridas@naskef.navy.mil> (08/05/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi