Þeytingur

Grænmetisréttir

Geggjað gums!

Efni:
12 sneiðar franskbrauð, án skorpu
1 dós grænn aspas
½ dós sýrður rjómi
1 ostarúlla með píkant
2-3 msk. súrmjólk
hvítlaukssalt
3 eggjarauður
3 eggjahvítur
1 dós ananaskurl
handfylli af tortilla saltflögum
1 Brie ostur með hvítlauksrönd, rifinn

Meðhöndlun
Rífið sneiðarnar í litla bita og dreifið helmingnum af þeim yfir botninn í ofnföstu móti. Sigtið safann af aspasnum og geymið. Dreifið apasnum yfir brauðið í forminu. Hrærið saman aspassafanum og sýrða rjómanum og hellið yfir aspasinn. Merjið ostarúlluna með gaffli, hrærið súrmjólkinni saman við og dreifið maukinu yfir. Stráið svolitlu af hvítlaukssaltinu yfir og setjið restina af brauðinu þar yfir. Hrærið eggjarauðurnar og ananaskurlið saman og setjið yfir brauðið. Þeytið eggjahvíturnar og smyrjið þeim yfir ananashræruna. Myljið flögurnar og stráið þeim yfir. Dreifið að lokum rifnum osti yfir allt saman.

Bakið í miðjum ofni við 200 gr hita í 20 mín.

Sendandi: Schmuuu (10/05/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi