Crêpes de sarrasin

Óskilgreindar uppskriftir

Bókhveitipönnukökur sem hægt er að fylla með saltri eða sætri fyllingu

Efni:
200 gr. malað bókhveiti(Buckwheat)
90 gr. hveiti
1 egg
0,5 l. mjólk
1 tsk. salt

Meðhöndlun
Setja fyrst bókhveiti og hveiti og svo mjólk, egg og salt. Allt hrært vel saman þar til týpískt pönnukökudeig hefur myndast (seigfljótandi). Það má bæta meiri hveiti eða meiri mjólk til að þykkja eða þynna en annars ætti þetta að vera fullkomið.
Deigið er svo steikt á stórri pönnu sem er oft ofan á Raclette-tæki eða bara á gömlu góðu íslensku pönnukökupönnunni. Pönnukökurnar má svo annað hvort fylla með eggi, skinku, tómat og osti (eða hverju sem er söltu) eða einhverju sætu (sultu, sykri, hunangi, nutella og banönum...)
Í Frakklandi er algengt að sölt fylling (matur) sé haft í aðalrétt og svo sæt fylling eftir á.

Sendandi: Oddný <oddny@mitt.is> (20/05/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi