Soðinn saltfiskur.

Fiskréttir

Svona borða spánverjar soðinn saltfisk, búin að prófa og þeim sem finnst saltfiskur góður verða að smakka þennann.

Efni:
Saltfiskur´, útvatnaður
Ólífuolía.
Rauðlaukur.
Hvítlaukur.

Meðhöndlun
Rauðlaukurinn og hvítlaukurinn er skorinn niður og saltfiskurinn soðinn. Steikið laukanna létt á pönnu uppúr ólífuolíu. Svo er fiskurinn settur á disk, laukarnir þar ofaná, og að síðustu er ólífuolíu hellt yfir beint úr flöskunni, borið fram með soðnu kartöflum og fersku salati.

Verði ykkur að góðu.

Sendandi: Didda <didda@styrkur.is> (21/05/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi