Gráðostasósa

Súpur og sósur

Frábær sósa !

Efni:
1.pk. Ferskir sveppir
100 gr. Gráðostur
1/2 ltr. Rjómi
3.stk. Honig súputeningar
Dass af soya
1.msk. Rifsberjahlaup

Meðhöndlun
Sveppirnir sneiddir og steiktir í smjöri á pönnu, rjómanum hellt yfir og súputeningarnir settir útí ásamt soyasósunni. Síðan er gráðosturinn brytjaður úti og allt látið malla í smá stund, og að síðustu er rifsberjahlaupinu bætt útí, frábær sósa t.d með villibráð og kjúkling.

Sendandi: Didda (27/06/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi