Púðursykur marens með kramellusósu

Óskilgreindar uppskriftir

Sæt

Efni:
6 eggjahvítur
360 gr ljóspúðusykur
1/2l rjómi

1 poki ljósar Töggur rjómakarmellur

Meðhöndlun
Þeyti eggjahvíturnar og bæti svo sykrinum varlega útí.

Smyr þessu á böknunarpappír 2 botna. Baka þetta við 130° blástur í c.a 2-3 tíma.
Ef ég hef nægan tíma læt ég þetta kólna í ofninum yfir nótt.

Tek bréfið af karmellunum set þær í skál yfir vatnsbaði (til að bræða þær) bæti svo rjóma við eftir smekk hvað ég vil hafa þetta þykkt.
Þeyti rjóman á milli og botnanna og set svo karmellubráðina yfir.

Sendandi: Beta Ásmundsdóttir <beta@skyrr.is> (28/06/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi