Kjúklingaréttur (beinlaus og skinnlaus)
Kjötréttir
namm...ég gæti borðað þennan á hverjum degi allt árið
Efni:
1 stk. kjúklingur
Sósa:
3.dl. Hunts tómatsósa
3 tsk. karrý
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
1 dl. rjómi
Mozzarella ostur
Meðhöndlun
Kjúklingurinn er steiktur venjulega, skinnið tekið af og kjötið rifið niður og sett út í sósuna, sett í eldfast mót og Mozzarella osturinn settur yfir.
Hitað í ofni í 20 mínútur við 180 gráður
Gott er að borða hrísgrjón hvítlauksbrauð og ferskt salat með Feta osti.
Þetta er mjög fljótlegur réttur sem hægt er að búa til hvenær sem er til að spara tíma.
Sendandi: Addý á Ísafirði <addgys@li.is> (10/07/2001)
|