Kaloríusprengja

Brauð og kökur

Geðveikt sætt

Efni:
1 marensbotn (með hrís )
8 kókosbollur
1 peli þeyttur rjómi
Alls kyns ávextir eða ber t.d vínber, jarðaber, bláber og kiwi.
Rifið súkkulaði

Meðhöndlun
Maregsbotninn er muldur frekar gróft niður og settur í djúpa skál
( Má bleyta með örlitlum appelsínusafa ) Kókosbollurnar eru settar
beint ofan á og aðeins ýtt ofan á þær án þess að kremja. Ávextirnir og ber er skorið niður eftir því sem þarf og síðan dreift yfir kókosbollurnar. Rjómanum er síðan smurt
þar ofan á og að lokum er rifnu súkkulaði stráð yfir.

Sendandi: Ditti (24/08/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi