Lítill Mexíkani með somsombrero...

Kjötréttir

Algjör snilld!

Efni:
Mexíkönsk hrísgrjón (Casa Fiesta eða Uncle Bens)
Nautahakk
Laukur
Taco krydd
Nýrnabaunir eða nýrnabaunastappa
Tortilla pönnukökur (þessar stóru)
Salsa sósa (hot)
Ostasósa
Rifinn ostur
Jalapeno og/eða Green chili (þarf ekki samt)
Sýrður rjómi

Meðhöndlun
Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á pakka og setjið svo í botninn á eldföstu móti.

Steikið laukinn og svo nautahakkið og krydda það vel með tacokryddinu. Setja svo nýrnabaunirnar/stöppuna út í og blanda vel.

Jukkið seturðu síðan inn í tortilla pönnukökurnar, brýtur þær smekklega saman og skerð þær í þrjá bita. Bitana leggurðu síðan ofan á hrísgrjónin í eldfasta mótinu.

Ofan á það hellirðu síðan ostasósu, svo kemur rifinn ostur og síðast salsasósan. Þetta fer síðan inn í ofn og er þar í ca.20 mín. eða bara þangað til það er tilbúið!

Borið fram með jalapeno og/eða green chili, salati og algjört möst er að hafa sýrðan rjóma með!

Sendandi: Þóra Hallgrímsdóttir <thoraha@hotmail.com> (05/09/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi