Rifsberjahlaup

Óskilgreindar uppskriftir

Mjög gott hlaup/sulta úr rifsberjum, enginn hleypir notaður.

Efni:
1 hluti rifsberjasaft
1 hluti sykur.

Meðhöndlun
Rifsber ásamt stilkum (og laufum) eru skoluð vel úr köldu vatni, síðan eru þau pressuð í berjapressu.

Safinn sem við þetta fæst er gjarnan sigtaður í venjulegu sigti svona bara til að ná þeim kornum sem komust í gegnum pressusíuna.

Sigtaður safinn er mældur, settur í pott og soðinn í 5 mínútur. Þá er sykri bætt við og venjuleg hlutföll eru 1kg sykur á móti 1 lítra af safa en ég minnka sykurinn alltaf og set svona 750-800 grömm í líter af safa.

Blandan er síðan soðin í 10-12 mínútur, froðan veidd ofan af og leginum síðan hellt í ekki of stórar vel hreinar (soðnar í vatni)krukkur og látin kólna áður en lokin eru skrúfuð á.

Sendandi: Sjöfn Helgadóttir <sjofn@lais.is> (07/09/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi