Rifsberjasaft

Óskilgreindar uppskriftir

Frábært að nýta hratið af rifsberjahlaupinu í saft !

Efni:
2 kg rifsberjahrat
2 ltr. vatn
400-700 gr. sykur

Sólber í sömu hlutföllum er einnig gott að nota í saft

Meðhöndlun
Hratið af rifsberjum er soðið í 30 mín með vatninu.

Síað í gegnum bleiu eða viskastykki.
Gott að leyfa þessu að síast yfir nótt

Soðið upp á safanum aftur og bætt við sykri eftir smekk.
Sett á flöskur og geymt í kæli

Blandist með vatni eins og djús þegar nota skal nota saftina.

Sendandi: Drífa <verslun@gunnimagg.is> (08/09/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi