Öðruvísi hvítlauksbrauð

Brauð og kökur

Gott hvítlauksbrauð ef maður er komin með leið á hvítlauksSMJÖRbrauði!

Efni:
1 baguette brauð
slatti af rifnum ost
1 dós tapenade frá "Sacla" (rautt, papriku eða sólþ. tómatar)
Nokkur hvítlauksrif
2 skalottlaukar
Örlítið af ólivuolíu

Meðhöndlun
Brauðið skorið í helming langsum og þvínæst í hæfilega stórar bita svo úr verði passlegar sneiðar.
Tapenade smurt á hverja sneið. Hvítlauksrif kramin og smátt sneiddur skalottlauk bætt útí ásamt örlitlu af olíu (til að bleyta í lauknum)
Laukblandan er smurð á hverja sneið (hæfilega mikið) og rifnum ost stráð yfir. Hitað við meðalhita þartil osturinn bráðnar.

Sendandi: Begga <Begga@mail.com> (13/09/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi