Heitur og ljúffengur pastaréttur

Pizzur og pasta

Einfalt og gott!

Efni:
300-400 g pasta
1-2 bréf skinka
1 paprika
1/2 blaðlaukur
4-6 stk sveppir
250 g smurostur að eigin vali, skinkumyrja og beikonostur hafa reynst vel.
Mexíkóostur(má sleppa)
Mjólk

Meðhöndlun
Sjóðið pasta.
Skerið skinku, papriku, blaðlauk og sveppi og steikið í olíu.
Setjið smurost og mexíkóost(ef hann er notaður) á pönnu og hrærið mjólk út í þangað til að þetta verður mátulega þykkt sem sósa. Sjóðið sósuna í ca. 2 mín.
Blandið öllu saman í skál og berið fram með grófu brauði.

Verði ykkur að góðu!

Sendandi: Eygló <charity@visir.is> (22/09/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi