Kjúklingasalat

Ábætisréttir

Geggjað kjúklingasalat

Efni:
3 kjúklingabringur
iceberg
sesamfræ
4-5 msk. hunang
rauðlaukur
tómatar
avacado
paprika (rauð og jafnvel græn)
fetaostur

Meðhöndlun
Ristið sesamfræin og takið þau af pönnunni.
Kjúklingabringurnar eru skornar í bita og steiktar á pönnu. Þegar að þær eru alveg að verða tilbúnar bætið þið hunangi útí og steikið þar til kjúklingurinn hefur fengið gylltan lit á sig!
Sesamfræum bætt á pönnuna og látið festast við kjúklinginn að eh. leiti.
Grænmeti skorið niður, frekar smátt eða eftir smekk hvers og eins, því blandað saman og látið í skál. Kjúklingurinn settur ofaná grænmetið og svo fetaostur ofaná það....ummmm þetta er svo gott!

Sendandi: Berglind Guðmundsdóttir <beggagumm@hotmail.com> (24/09/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi