Brauðréttur með fetaosti og ólífum

Brauð og kökur

Æðislegur klúbbréttur sem alltaf vekur lukku!!

Efni:
4-6 brauðsneiðar
1 stór rauð paprika
1 dós grænn aspas
12 fetaoststeningar (í kryddolíu)
12 svartar ólífur, steinlausar
50g rifinn ostur
2 msk ferskt basilikum, smátt saxað
1 1/2 dl rjómi
1 dl léttmjólk
gráðostur eftir smekk

Meðhöndlun
Rífið brauðið niður í eldfast mót. Saxið papriku & aspas & skerið ólífur í sneiðar. Dreifið papriku, aspas, fetaosti & ólífum yfir brauðið. Skerið gráðost í litla bita og dreifið yfir brauðið. Þar ofan á er settur rifinn ostur. Saxið basilikum og dreifið yfir ostinn.Blandið saman rjóma & mjólk og hellið yfir réttinn. Bakið við 200°c í u.þ.b. 30 mín eða þar til hann hefur fengið fallegan lit.

Einnig má nota graslauk í stað basilikum.

Sendandi: Ylfa <ylfa77@hotmail.com> (30/09/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi