Kjúklingur í BBQ-sósu

Kjötréttir

Alveg rosalega gott.

Efni:
kjúklingabitar
1 bolli púðursykur
1 bolli tómatsósa
1/4 bolli dökk soyasósa
1 msk sætt sinnep
1 msk worcestershiresósa

Meðhöndlun
Öllu efninu blandað vel saman í skál,og kjúklingabitarnir settir í eldfast mót og sósunni hellt yfir. Þetta er síðan bakað í ofni við 180° í ca 40-45 mín. Borið fram með hrísgrjónum og frönskum kartöflum.

Sendandi: Linda <alliv@mi.is> (10/10/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi