Siddý-æði
Óskilgreindar uppskriftir
Terta eða ábætisréttur
Efni:
l stk svampbotn
l poki makkarónukökur
1 bolli sherrý
1/2 dós jarðaber
4 rifin epli
1 peli rjómi þeyttur
2 matsk. sykur og 2 egg þeytt saman.
1 plata suðusúkkulaði
Meðhöndlun
Svampbotninn settur á disk.
Makkarónukökurnar muldar og bleyttar í sherrý og settar á botninn.
Rifin eplin ofan á.
Egg og sykur þeytt og rjóminn settur saman við.
Það sett ofan á kökuna.
Súkkulaði brætt og látið drjúpa yfir
Sendandi: Valgerður Vilbergsd. <valavil@hotmail.com> (10/10/2001)