Skúffukaka.

Brauð og kökur

Sú besta

Efni:
500 gr púðursykur
500 gr hveiti
250 gr smjörlíki(brætt)
2 egg
3 msk kakó
3 dl mjólk
2 tsk lyftiduft
KREM
2 bollar flórsykur 2 msk kakó
1/2 bolli smjörlíki
kaffi(1 msk ca)
1 egg.

Meðhöndlun
Þurrefnin eru sett saman í skál og síðan allt hitt. Þessu er hrært saman í smá stund. Sett í ofnskúffu og bakað á 200° í ca 15-20 mín.
KREM
Öllu blandað saman og sett yfir kökuna þegar hún er kólnuð, og síðan er stráð yfir kókosmjöli.

Sendandi: Linda <alliv@mi.is> (11/10/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi