Heitt skinkusalat

Óskilgreindar uppskriftir

Góð tilbreyting!

Efni:
1/4 bolli laukur, sax.
100g skinka, söxuð
1 msk smjör
1 ds sveppir,sax.(120g)
1 bolli mjólk
1/4 bolli parmesanostur
300g rjómaostur
2 msk steinselja, söxuð

Meðhöndlun
Laukurinn látinn krauma í smjörinu, rjómosti bætt við, ásamt mjólk. Hrærið vel. Þá er skinkunni, sveppunum, lauknum og parmesanostinum bætt út í. Hrærið.

Berist fram með ristuðu brauði.

Sendandi: Ylfa <ylfa77@hotmail.com> (13/10/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi