Ritzkjúklingur

Kjötréttir

Kjúklingur með ritz kexi og osti.

Efni:
Kjúklingur
Ritz kex
Smjör
26% Ostur
grófmalaður Pipar
Season All (þarf ekki)

Meðhöndlun
Kjúklingurinn er bútaður niður og velt upp úr bræddu smjöri. Svo er honum velt upp úr muldu Ritzkexi (pipar bætt Í Ritz mylsnuna) og settur í eldfastmót.
Þá er niðurrifnum osti dreift jafnt yfir hann, gott er að hafa mikinn rifinn ost.
Eldað við 180 gráður C í u.þ.b. 45 mín.
Borið fram með hrísgrjónum og Rjómalöguðu eplasalati. Drekkist alltaf með coke eða cola.

Rjómalagað eplasalat:
1 egg og 1/2 msk sykur þeytt saman í sér skál, svo rjóminn í annarri og svo blandað saman og svo eplin, helst græn.

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (05/03/1996)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi