Pylsupasta með gráðostasósu

Pizzur og pasta

Þessi er mjög vinsæll

Efni:
55o gr pylsur
500 gr pasta
200 gr sveppir,nýir
75 gr gráðostur
21/2 dl rjómi
2 msk ólífuolía
1 stk laukur
1 stk paprika

Meðhöndlun
Saxið laukinn,paprikuna og sveppina og skerið síðan gráðostinn í bita.
Sjóðið pastað.Hitið olíuna á pönnu. Skerið pylsurnar í bita og brúnið þær í olíunni. Takið pylsurnar af pönnunni en steikið laukinn,paprikuna og sveppina létt.
Takið pylsurnar og bætið þeim á pönnuna ásamt rjóma og gráðostinum. Blandið soðnu pastanu saman við sósuna þegar osturinn er bráðnaður.
Berið réttinn fram með ristuðu brauði eða hvítlauksbrauði.

Sendandi: Linda <alliv@mi.is> (14/10/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi