Rice Crispies terta með karamellubráð

Brauð og kökur

Algjört sælgæti

Efni:
BOTN
100 g suðusúkkulaði
100 g karamellufyllt súkkulaði
100 g smjörlíki
4 msk síróp
4 bollar rice crispies
OFAN Á BOTNINN
1 banani
11/2 dl Þeyttur rjómi
KARAMELLUBRÁÐ
25-30 töggur
1 dl rjómi

Meðhöndlun
Súkkulaðið,smjörlíkið og sírópið er brætt saman í potti,rice crispiesinu hrært saman við blönduna í pottinum og hann tekinn af um leið. Sett í form og kælt í ísskáp.
OFAN Á BOTNINN
bananinn stappaður og rjóminn hrærður saman við og smurt jafnt yfir botninn. Töggur og rjómi brætt saman í potti við vægan hita,síðan kælt og látið leka yfir rjóma og bananablönduna ofan á kökunni

Sendandi: Linda <alliv@mi.is> (14/10/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi