Sjávarréttir í kryddlegi

Fiskréttir

Mjög gott

Efni:
150g hörpudiskur
250g rækjur
1/2 agúrka
1 paprika, rauð
3 hvítlauksrif, pressuð
1msk ferskt kóríander, saxað smátt
2msk ferskur appelsínusafi
safi úr 1 lime
1dl ólífuolía
1 avokadó
salt
pipar

Meðhöndlun
Skerið hörpudiskinn í litla bita.
Kjarnhreinsið agúrkuna og paprikuna og saxið smátt. Blandið öllu hráefninu saman, nema avokadóinu. Skerið það svo í sneiðar og berið fram með réttinum.

Best er að útbúa réttinn 6-10 klst. fyrir framreiðslu.

Sendandi: Ylfa <ylfa77@hotmail.com> (14/10/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi