Brúnterta

Brauð og kökur

æðislega góð

Efni:
250 g hveiti
300 g sykur
125 g smjörlíki
3 egg
1/2 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
3 msk kakó
1/2 tsk salt
21/2 dl mjólk
SMJÖRKREM
250 g smjörlíki eða smjör
2-3 msk flórsykur
3 galaxy caramel súkkulaði

Meðhöndlun
hrærið sykur og smjörlíki vel saman og bætið eggjunum útí, einu í senn. Bætið þurrefnunum útí og síðan mjólkinni og hrærið vel. Látið deigið í tvö smurð lausbotnaforn. Bakið við meðalhita í u.þ.b. 20 mín. Látið botnana kólna. Smyrjið lagi af smjörkremi á milli botnanna og hjúpið síðan kökuna með afganginum af kreminu.
Smjörkrem
Hrærið smjör og flórsykur vel saman. Bræðið Galaxy caramel yfir vatnsbaði eða í potti við vægan hita. Kælið svolítið og blandið saman við smjörhræruna. Látið kremið kólna vel áður en því er smurt á kökuna.

Sendandi: Linda <alliv@mi.is> (19/10/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi