Grillaður silungur með hnetum og Camembert
Fiskréttir
Gómsætur silungur sem bráðnar í munni - frábær í matarboðið.
Efni:
Silungur (heill)
Púrrulaukur
Camembert ostur
Salthnetur
Púðursykur
Salt
HvítlauksPipar
Álpappír
Grill
Ca. 2-3ja punda silungur er passlegur á mann.
Meðhöndlun
Roðhreinsið silunginn m.þ.a. skafa roðið lett með hníf undir rennandi vatni (köldu).
Afhausið hann og skerið sporðinn af. Hægt að bera silunginn (ana) fram heila á hvern og einn eða hluta hann (þá) niður). Ath! kviðurinn er fylltur.
Miljið salthneturnar.
Sneiðið púrrulaukinn og bitið niður camembert ostinn.
Byrjað er á að krydda silunginn að innan og utan með hvítlaukspiparnum og ca 1-3 tsk af púðursykri (fer eftir hve fiskurinn er stór) matsatriði. Sykurinn gerir fiskinn safaríkann.
Fyllið síðan silunginn með púrrulauk, camembert osti og dálítið af hnetum. stráið síðan salthnetum yfir fiskinn og kryddið með hvítlaukspiparnum og dálitlu af salti.
Pakkið inn í álpappír. Grillað í ca. 12 mín. á hvorri hlið. Borið fram meg Bakaðri kartöflu, salati og jafnvel heitu brauði.
Beringer hvítvín passar mjög vel við réttinn.
Algjört sælgæti og frábær tilbreyting í matarboðinu eða hreinlega í útilegunni eftir að hafa dregið fisk á land.
Fólk er altaf jafn hissa á hve bragðgóð þessi silungauppskrift er.
Sendandi: Sædís Halldórsdóttir <saedis@gi.is> (29/10/2001)