Vöfflur með ananasrjóma

Brauð og kökur

Öðruvísi vöfflur

Efni:
Deig: 1/2 l. þeyttur rjómi, 170 gr. hveiti, 1/2 tsk. salt, 2 tsk. sykur. smjör til baksturs.

Fylling: 1 lítil dós ananaskurl, 1/4 l. þeyttur rjómi, 2-3 msk. curaqao líkjör eða annar líkjör.

Meðhöndlun
Rjóminn í vöfflurnar er hálfþeyttur. Hveiti, salt og sykur hrært útí.Vöfflujárnið hitað og penslað með smjöri. Ca. 2 msk. af deiginu sett á járnið og bakað ljósbrúnt.

Rjóminn þeyttur í fyllinguna, ananaskurl og líkjör hrært saman við.

Sendandi: Gerður Eyrún Sigurðardóttir <runa@flott.is> (04/11/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi