Gott gums

Brauð og kökur

Þessi réttur er mjög góður í saumaklúbbinn eða sem eftirréttur í matarboðið

Efni:
Einn marengsbotn(t.d.sælgætisbotn.)
2 pelar rjómi
salthnetur og rúsínur

Meðhöndlun
Helmingur marengsbotnsins er mulinn ofan í form og einn peli af þeyttum rjóma látinn yfir.Seinni helmingnum af marengsbotninum raðað þar ofan á og þunnu lagi(aðeins til að þekja)af þeyttum rjóma smurt yfir.
Síðan er kakan skreytt með súkkulaðirúsínum og salthnetum.

Sendandi: Linda <alliv@mi.is> (08/11/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi