Kaloríubomba

Ábætisréttir

Auðvelt, fljótlegt og einstaklega gott

Efni:
1 púðursykursmarengsbotn (keyptur)
1/2 l. rjómi
kanill eftir smekk
Kiwi,jarðaber, vínber og bláber eða aðrir ávextir efir smekk

Meðhöndlun
Brjótið marengsbotninn niður í stóra mola.
Hrærið saman þeyttum rjóma og kanil.
Skerið kiwi í bita og jarðaber og vínber í tvennt, hafið bláber í heilu og blandið útí kanilrjómann (haldið svolitlu eftir til skrauts). Setjið síðan brotinn marengsbotninn saman við og blandið öllu (með höndunum eða sleikju) varlega saman. Mótið eins og köku á kökudisk og raðið svo afganginum af berjunum og ávöxtum fallega yfir.
Bomban þarf svo að bíða í smástund (ca 1.klst.)áður en hennar er neytt. Ágætt að gera rétt fyrir matinn þá er þetta tilbúið í eftirmat.
P.S. Krakkarnir elska þetta.

Sendandi: Elín Björk <elinbjork@simnet.is> (13/11/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi