Pylsu- og pastaréttur

Kjötréttir

Einfaldur og fljótlegur - einmitt eins og ég vil hafa það

Efni:
10 pylsur
2 dl pasta
1 dós sýrður rjómi
1 dós niðursoðnir tómatar

Meðhöndlun
Pylsurnar eru brytjaðar niður og steiktar á pönnu. Á meðan er pastað soðið. Sýrða rjómanum og skellt út á og þegar hann er bráðnaður er tómötunum bætt við. Pastað er sigtað og sett í skál og pylsublöndunni hellt yfir. Hrært og borið fram heitt. Bragðast miklu betur en liturinn gefur til kynna.


Sendandi: Kolla <khv@hi.is> (16/11/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi