Truffuskot

Smákökur og konfekt

Konfekt með Galliano

Efni:
150 g Síríus suðusúkkulaði(konsum)1/4 bolli rjómi
25 g smjör
2 msk. Galliano, líkjör
1 tsk. skyndikaffi

Meðhöndlun
Leysið skyndikaffið upp í rjómanum og setjið hann í skál ásamt súkkulaðinu og smjörinu og bræðið saman í vatnsbaði. Hrærið stanslaust í blöndunni. Setjið Galliano líkjörinn út og hrærið vel saman. Kælið vel. Setjið gómsætt kremið í rjómasprautupoka og sprautið því í konfektmót. (u.þ.b. 25 stk. )Geymið í kæli, en frystið ekki.

Sendandi: Eygló <eyglot@simnet.is> (24/11/2001)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi